Hvað er vistvænt þorp Hannover/ ecovillage hannover
Það byrjaði sem hugmynd. Hvernig myndi vistvænt þorp í stórborg sem Hannover líta út. Ári eftir að hugmyndin af þorpinu fæddist var hún nú komin langt á leið í skipulagningu. Í oktober 2019 var stofnað Wohnungsbau Genossenschaft, ecovillage hannover eG. Í félaginu eru hudruðir meðlima og margir koma að skipulagi hverfisins. Fengist hefur leyfi frá borginni til bygginga í hverfi Kronsberg. Hugmyndin er að byggja íbúðir á sanngjörnu verði fyrir um 900 manns. Í hverfi sem er framsýnt, sjálfbært og þar sem samstaða ríkir.
Getur hver sem er tekið þátt
Við setjum fólkið og þeirra óskir framar öllu í okkar skipulagi. Þannig að sem flestir hafi áhrif á heildarmyndina. Það gerum við með svokölluðu „ Bottom up Prinzip“ . Það þýðir að þróunarvinnan byrjar hjá neytendum og hugmyndirnar berast svo skipulagsteyminu okkar.
Við bjóðum þér að taka þátt í þessarri hugmyndavinnu með okkur. Vegna kórónufaraldurssins eru allir okkar fundir með í gegnum tölvu, spjaldtölvu eða síma mögulegir. Um leið og kostur gefst munum við hittast á samkomum.
Framsýni, sjálbæri, sparnaður, sameiginleiki og á sanngjærnu verði.
Framsýni viljum við til dæmist sýna í orkuveitu. Við viljum búa til okkar eigið rafmagn og hita með sólarorku. Húsin verða byggð með það í huga. Hverfið verður einnig bíllaust.
Með þessu verkefni viljum við líka sýna fram á það að hver manneskja þarf ekki svo mikið rými og viljum við sýna að á minna svæði er einnig hægt að búa vel þegar gott skipulag er fyrir hendi. Frekar viljum við nýta meira af svæðinu til sameiginlegrar noktunar. Þegar horft er til neyslu fólks spyrjum við okkur hvort að eina leiðin til að vera hamingjusamur, lifa innihaldsríku lífi sé að eiga allt sjálfur eða getum við deilt saman aðbúnaði.
Okkar markmið er að skapa hverfi það sem við búum saman og deilum görðum, frísvæði og einfaldlega skapa efnanlegar íbúðir fyrir alla.
Okkar styrkaraðili Verein dorfleben ecovillage hannover eV
Í Verein dorfleben ecovillage hannover e.V plönum við verkefni eins og samkomustaði með „Mit Mach Café“ og „Mit Mach Küche“ kaffihús og veitingastaði þar viðskiptavinir eru þátttakendur. „Repair Café“ verkstæði, skiptimarkað þar sem hægt er að fá lánaða hluti eða verkfæri. Eitthvað sem maður notar ekki á hverjum degi. Við viljum bjóða íbúum þann möguleika að vera þáttakendur og koma með hugmyndir fyrir hverfið. Við viljum skapa samstöðu og samvinnu í að gera hverið sem ákjósanlegt fyrir alla. Við viljum skapa möguleika fyrir íbúa að vera þáttakendur í ákvörðunum. Við viljum skapa rými fyrir fjölþjóðlegt samstaf. Getað haldið námskeið, vera „Treffpunkt“ fyrir ýmsa viðburði.